„Verulegt áfall að vera ákærður“

Ólafur Ólafsson og Hreiðar Már Sigurðsson fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í …
Ólafur Ólafsson og Hreiðar Már Sigurðsson fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Morgunblaðið/Kristinn

„Því miður þá tel ég að þarna sé verið að misbeita valdi, en þetta er verulegt áfall, að vera ákærður. Málið fer svo sinn gang,“ sagði Ólafur Ólafsson, einn stærstu eigenda Kaupþings banka áður en hann féll, eftir fyrirtöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Alls eru fjórir ákærðir í Al-Thani-málinu. Auk Ólafs eru það Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. 

Samkvæmt ákæru eru Hreiðari Má gefin að sök umboðssvik í tveimur ákæruliðum og markaðsmisnotkun í öðrum tveimur. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í bæði umboðssvikum og markaðsmisnotkun eins og Ólafur Ólafsson. Sigurður er svo ákærður fyrir umboðssvik í einum lið en markaðsmisnotkun í tveimur.

Hreiðar Már, Ólafur og Magnús mættu allir fyrir héraðsdóm í dag og lýstu yfir sakleysi sínu. Áður hafði Sigurður gert hið sama. Að neðan má sjá myndasyrpu frá héraðsdómi í dag, en einnig ákæruna í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert