Ekki kosið um stjórnarskrá samhliða forsetakjöri

Þingmenn í þingsal í gærkvöldi.
Þingmenn í þingsal í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi tókst ekki að greiða at­kvæði fyr­ir miðnætti í gær um þings­álykt­un­ar­til­lögu um ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs að frum­varpi til stjórn­ar­skip­un­ar­laga. Því verður ekki kosið um til­lög­ur stjórn­lagaráðs um leið og for­seta­kosn­ing­ar eiga að fara fram hinn 30. júní næst­kom­andi sam­kvæmt gild­andi lög­um um fram­kvæmd þjóðar­at­kvæðagreiðslna.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir ákvað að fresta umræðu um málið og sleit fundi á miðnætti. Magnús Orri Schram, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar, tók til máls um fund­ar­stjórn for­seta um kl. 23.30 og sagði að reynt hefði verið að ná sam­komu­lagi á meðal formanna þing­flokk­anna að ljúka umræðu og at­kvæðagreiðslu fyr­ir miðnættið. Hann sagði formann þing­flokks sjálf­stæðismanna ekki hafa viljað semja um lykt­ir máls­ins. Það hefði formaður þing­flokks fram­sókn­ar­manna hins veg­ar verið til­bú­inn að gera.

Kliður og frammíköll

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þing­flokks­formaður sjálf­stæðismanna, sagði rík­is­stjórn­ina hafa runnið út á tíma með málið og ekki hægt að kenna nein­um öðrum um það. Mik­ill kliður og frammíköll voru í þingsaln­um og þurfti for­seti ít­rekað að áminna þing­menn um að hafa hljóð.

Þorri þing­manna var enn í þing­hús­inu á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi og nokkr­ir þing­menn á mæl­enda­skrá. Síðari umræða um þings­álykt­un­ar­til­lög­una hófst fyr­ir há­degi í gær. Stjórn­ar­liðar sökuðu sjálf­stæðis­menn um að standa fyr­ir málþófi. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafnaði ásök­un­um í þá veru og sagði að ásak­an­ir um slíkt væru vegna þess að stjórn­ar­liðar treystu sér ekki í efn­is­lega umræðu um málið. Hann benti einnig á að málið hefði ekki komið inn í þingið fyrr en í síðustu viku og síðan hefði það fengið for­gang á dag­skrá þings­ins. Því hefði það ekki fengið mikla umræðu til þessa. Bjarni sagði að það væri ekki sök Sjálf­stæðis­flokks­ins að stjórn­ar­meiri­hlut­inn væri að renna út á tíma með málið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert