Herdís fer í forsetann

Herdís Þorgeirsdóttir í Listasafninu.
Herdís Þorgeirsdóttir í Listasafninu. mbl.is/Golli

Her­dís Þor­geirs­dótt­ir til­kynnti á blaðamanna­fundi í Lista­safni Reykja­vík­ur í dag að hún ætlaði að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. Hún sagðist leggja áherslu á virk­ara lýðræði í fram­boði sínu og auk­in mann­rétt­indi.

Her­dís sagði að fram­boð henn­ar væri ákveðin lýðræðistilraun til þess að kanna hvort fólkið í land­inu væri reiðubúið að styðja fram­boð gegn sitj­andi for­seta og gegn fjár­mála­öfl­um.

Hún sagði meðal ann­ars að mál­skots­rétt­in­um þyrfti að beita af var­færni en þjóðin þyrfti að vita að for­set­inn hefði burði til þess að beita hon­um ef á þyrfti að halda.

Hún sagðist aðspurð um nán­ustu stuðnings­menn að það væru ein­fald­lega nán­ir vin­ir henn­ar. Hún sagðist einnig aðspurð hafa gert at­hug­an­ir á stuðningi við sig sem hefðu komið vel út. Hún hefði þó ekki látið gera skoðana­könn­un.

Aðspurð hvort hún hefði reiknað sam­an hvað fram­boðið kynni að kosta sagðist Her­dís ætla að reka fram­boðið með lág­marks­til­kostnaði.

Heimasíða tengd fram­boðinu verður opnuð að henn­ar sögn á næst­unni á lén­inu www.her­d­is.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert