Hitamet sett á Kvískerjum

Hálfdán Björnsson, bóndi á Kvískerjum.
Hálfdán Björnsson, bóndi á Kvískerjum. mbl.is/RAX

Hálf­dán Björns­son, bóndi á Kvískerj­um í Öræf­um, man ekki eft­ir jafn mikl­um hlý­ind­um í mars og voru þar í gær. „Það vant­ar bara mikið á að það hafi verið svo hlýtt áður,“ sagði Hálf­dán.

Vel bjart var í gær í Öræf­um og vest­læg átt. Hálf­dán átti von á að hlý­ind­in héld­ust ef ekki kæmi norðanátt.

Hiti mæld­ist í gær 19,6°C á sjálf­virkri mælistöð Vega­gerðar­inn­ar við Kvísker í Öræf­um og 18,6°C á sjálf­virkri stöð Veður­stof­unn­ar á Kvískerj­um. Það bend­ir því allt til þess að þetta sé nýtt hita­met í mars hér á landi. Fyrra met var 18,3°C sem mæld­ist á kvikasilf­ursmæli á mannaðri stöð á Sandi í Aðal­dal 27. mars 1948. Þá mæld­ist 18,8°C hiti á sjálf­virkri stöð á Eskif­irði 28. mars árið 2000, að sögn Sig­urðar Þórs Guðjóns­son­ar veðurá­huga­manns.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert