„Hver hlær núna?“

Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.
Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.

Breski þingmaður­inn Daniel Hann­an, sem sit­ur á Evr­ópuþing­inu fyr­ir breska Íhalds­flokk­inn, sagði í ræðu í þing­inu í vik­unni að frek­ar ljót þórðargleði hefði gert vart við sig í þingsaln­um í kjöl­far hruns ís­lensku bank­anna haustið 2008. Hann sagði í ræðunni að ýms­ir þing­menn víða að úr Evr­ópu hefðu komið að máli við sig og hlakkað yfir óför­um Íslend­inga og sagt að svona færi þegar ríki vildu ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

„Hver hlær núna?“ spurði Hann­an í ræðu sinni. Ísland hefði fellt gengi krón­unn­ar, sem landið hefði getað vegna þess að það var ekki með evr­una sem gjald­miðil, og gert út­flutn­ing sinn þannig sam­keppn­is­hæf­ari sem hefði síðan skilað sér í aukn­um hag­vexti sem væri nú lit­inn öf­und­ar­aug­um af þeim evru­ríkj­um sem ættu í efna­hagserfiðleik­um. Íslend­ing­ar hefðu líka forðast þau mis­tök að taka á sig ábyrgðina á skuld­bind­ing­um einka­banka.

Hann­an vitnaði síðan til nýj­ustu skoðana­könn­un­ar á Íslandi sem sýndi að 67% Íslend­inga vildu ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Ástæðan væri sú sagði hann að þeir vissu hvað inn­ganga hefði í för með sér. Auðlind­ir þeirra yrðu arðrænd­ar, fiski­miðin þeirra tæmd og lýðræði þeirra eyðilagt. Íslenska þingið yrði aðeins að héraðsþingi.

Hann sagði Íslend­inga vera klára þjóð sem hefði herst við þá erfiðleika sem kyn­slóðir þeirra hefðu gengið í gegn­um og þeir vissu bet­ur en að kasta á glæ frelsi sínu.

Mynd­band með ræðu Hann­ans

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert