Landlæknir fær ekki upplýsingar

Reuters

Per­sónu­vernd tel­ur að  lýta­lækn­ar beri ábyrgð á þeim per­sónu­upp­lýs­ing­um sem þeir hafa skráð og varðveitt um sína sjúk­linga og að þeir megi ekki miðla þeim til land­lækn­is. Ekki liggi fyr­ir í hvaða til­gangi land­lækn­ir vildi fá að vita deili á öll­um kon­um sem hafa fengið brjósta­fyll­ing­ar eða hvað hann ætli að gera við þær upp­lýs­ing­ar. 

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði Per­sónu­vernd­ar um fyr­ir­spurn Lækna­fé­lags Íslands um hvort lækn­um sé heim­ilt að láta land­lækni í té per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar um all­ar þær kon­ur sem hafa fengið brjósta­fyll­ing­ar hjá þeim, frá ár­inu 2000. Um er að ræða leiðbein­andi svar.

„Hver lýta­lækn­ir er ábyrgðaraðili þeirra per­sónu­upp­lýs­inga sem hann hef­ur skráð og varðveitt um þær kon­ur sem hann hef­ur grætt í brjósta­fyll­ing­ar. Á hon­um hvíl­ir rík þagn­ar­skylda. Það er á hans ábyrgð að gæta þess að þeim upp­lýs­ing­um verði ekki miðlað til annarra nema skýr heim­ild standi til þess. Slík heim­ild get­ur verið samþykki hlutaðeig­andi sjúk­lings en verður ekki heim­iluð með lög­um nema að upp­fyllt­um skil­yrðum 71. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

Þar seg­ir að af hálfu land­lækn­is hafi ekki komið skýrt fram til hvers hann vilji fá að vita deili á öll­um kon­um sem fengið hafi brjósta­fyll­ing­ar, óháð teg­und, eða hvað hann ætli að gera við þær upp­lýs­ing­ar.

„Hvorki hef­ur hann sagst sjálf­ur ætla að veita kon­un­um sér­stök úrræði né þjón­ustu. Hann hef­ur aðeins nefnt að þróun mála kunni að gera það að verk­um síðar að ná þurfi til kvenna sem ekki hafa PIP-brjósta­fyll­ing­ar. Þá kunni að skap­ast þörf fyr­ir skoðun á fylgi­kvill­um sem kon­ur verða fyr­ir vegna brjósta­fyll­inga, t.d. með sam­keyrslu við gögn úr öðrum heil­brigðis­skrám. Hann hef­ur einnig nefnt að þær kunni að hafa fengið ígrædda brjósta­púða hjá ein­um lýta­lækni en ann­ar lækn­ir numið þá í burtu.“


„Það er því svar Per­sónu­vernd­ar að hvorki verði ráðið af fyr­ir­liggj­andi gögn­um, þeim sjón­ar­miðum sem land­lækn­ir hef­ur sett fram, né gild­andi lög­um, að lýta­lækn­ar megi miðla til land­lækn­is per­sónu­upp­lýs­ing­um um all­ar þær kon­ur sem hafi fengið brjósta­fyll­ing­ar hér á landi frá ár­inu 2000 til dags­ins í dag.“

„Hvorki verður af er­indi Lækna­fé­lags­ins, svör­um land­lækn­is né öðrum fyr­ir­liggj­andi gögn­um annað ráðið  en að lýta­lækn­ar beri ábyrgð á þeim per­sónu­upp­lýs­ing­um sem þeir hafa skráð og varðveitt um sína sjúk­linga. Það er því þeirra hlut­verk að tryggja ör­yggi upp­lýs­ing­anna, virða trúnað um þær og gæta þess að miðla þeim ekki til þriðja aðila nema hafa til þess ótví­ræða heim­ild.“

Úrsk­urður Per­sónu­vernd­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert