Virkjanir í Þjórsá settar í biðflokk

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru settar í biðflokk.
Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru settar í biðflokk. mbl.is/Rax

Iðnaðarráðherra og um­hverf­is­ráðherra hafa lagt fram á Al­ingi þings­álykt­un­ar­til­lögu um ramm­a­áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða. Í ág­úst­mánuði sl. voru drög að þings­álykt­un­ar­til­lög­unni send í 12 vikna opið sam­ráðs- og kynn­ing­ar­ferli og bár­ust yfir 200 at­huga­semd­ir.

Á vef iðnaðarráðuneyt­is­ins seg­ir, að þings­álykt­un­ar­til­lag­an sem nú sé lögð fram, sé að mestu sam­hljóða drög­un­um sem lögð voru fram til um­sagn­ar sl. haust og tóku til 69 kosta. Helstu breyt­ing­arn­ar séu þær að í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sé gert ráð fyr­ir að virkj­ana­kost­ir á tveim­ur svæðum verði sett­ir í biðflokk. Um er að ræða virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Urriðafoss­virkj­un, Holta­virkj­un og Hvamms­virkj­un.

Þetta er fyrsta þings­álykt­un­ar­til­lag­an sem fram kem­ur um flokk­un hugs­an­legra kosta í ork­u­nýt­ing­ar-, vernd­ar- og biðflokk á grund­velli laga um ramm­a­áætl­un frá í fyrra, en gert er ráð fyr­ir að Alþingi af­greiði slík­ar til­lög­ur eigi sjaldn­ar en á fjög­urra ára fresti.

Meg­in­til­gang­ur­inn með nýrri ramm­a­áætl­un­ar­skip­an er að sögn ráðuneyt­anna að „ákv­arðanir um ork­u­nýt­ingu verði fram­veg­is tekn­ar á grund­velli rann­sókna og fag­legs sam­an­b­urðar á marg­vís­legu nýt­ing­ar­gildi landsvæða þar sem orku er að finna, þar á meðal vernd­ar­nýt­ing­ar með til­liti til hags­muna tengd­um nátt­úru­vernd, úti­vist og ferðaþjón­ustu. Við samþykkt lag­anna um ramm­a­áætl­un komu fram þær ósk­ir frá tals­mönn­um allra flokka að þessi nýja skip­an gæti stuðlað að auk­inni sátt á þessu sviði eft­ir mikl­ar deil­ur und­an­farna fjóra ára­tugi, þótt áfram verði skipt­ar skoðanir um ein­stök ork­u­nýt­ing­ar- og vernd­ar­verk­efni,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Virkj­ana­kost­ir á tveim­ur svæðum verða sett­ir í biðflokk

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an sem nú er lögð fram er að mestu sam­hljóða drög­un­um sem lögð voru fram til um­sagn­ar sl. haust og tóku til 69 kosta. Helstu breyt­ing­arn­ar eru þær að í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að virkj­ana­kost­ir á tveim­ur svæðum verði sett­ir í biðflokk.

Rök­in eru þau að vegna nýrra upp­lýs­inga sem komu fram í sam­ráðsferl­inu beri að rann­saka til­tekna þætti bet­ur áður en end­an­leg ákvörðun um nýt­ingu eða vernd verður tek­in. Á grund­velli laga nr. 48/​2011 um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un, er hér svo­kallað varúðarsjón­ar­mið haft til hliðsjón­ar; ef það er vafi þá beri að kanna hann til hlít­ar áður en end­an­leg ákvörðun er tek­in. Því er ekki gengið gegn niður­stöðum verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar þar sem eng­ir virkj­un­ar­kost­ir eru færðir í ork­u­nýt­ing­ar­flokk eða vernd­ar­flokk. Ein­ung­is er verið að gæta ýtr­ustu varúðar með til­liti til þeirra nýju upp­lýs­inga sem fram komu í sam­ráðsferl­inu.

Um er að ræða virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Urriðafoss­virkj­un, Holta­virkj­un og Hvamms­virkj­un. Í um­sagn­ar­ferl­inu komu fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar, er varða laxa­gengd. Af þeim sök­um er talið að afla þurfi frek­ari upp­lýs­inga um hvaða áhrif þess­ar virkj­an­ir muni hafa á lax­fiska í Þjórsá. Virkj­an­ir á há­lend­inu eru jafn­framt færðar úr ork­u­nýt­ing­ar­flokki í biðflokk, þ.e. Skrok­köldu­virkj­un og Há­göngu­virkj­an­ir I og II.

Fyr­ir­hugaðar virkj­an­ir þar eru skammt frá Vatna­jök­ulsþjóðgarði og í um­sagn­ar­ferl­inu kom fram að áhrif virkj­ana á vernd­ar­svæði þjóðgarðsins hafi ekki verið met­in skv. alþjóðleg­um viðmiðunum.
Jafn­framt er í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni hert á atriðum er snúa að brenni­steins­meng­un og niður­dæl­ingu, vak­in er at­hygli á nýj­um upp­lýs­ing­um um Haga­vatns­virkj­un auk þess sem nán­ari land­fræðileg af­mörk­un er skil­greind fyr­ir Sveiflu­háls sem virkj­ana­kosts. Þá eru tveir virkj­ana­kost­ir, Eyja­dals­ár­virkj­un og Hvera­vell­ir, felld­ir út þar sem í ljós kom að þeir féllu utan gild­is­sviðs laga nr. 48/​2011.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir því að í ork­u­nýt­ing­ar­flokki verði 16 virkj­ana­kost­ir með sam­an­lagða áætlaða orku­vinnslu­getu upp á 8.484 GWst. Í biðflokki verði 31 virkj­ana­kost­ur með sam­an­lagða orku­vinnslu­getu upp á 12.533 GWst og í vernd­ar­flokki 20 virkj­ana­kost­ir með 11.339 GWst orku­vinnslu­getu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert