„Verð erlendra gjaldmiðla hefur hækkað um 8% á fimm mánuðum. Hvert er krónan að fara? Hvar er peningastjórnunin? Hvar er Seðlabankastjóri? Er hann með of lág laun?“ spyr Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag og bætir því við hvert verðið á nauðsynjum eins og bleyjum og bensíni eigi eftir að fara.
Í athugasemdum er spurt að því hvað sé að frétta af upptöku Kanadadollars og svarar Pétur og tekur dæmi af því ef hann eða annar erlendur gjaldmiðill hefði verið tekinn upp síðustu nótt.
„Þá myndu 1000 miljarðar króna, sem skipt hefur verið í Kanada-dollar verða millifærðir til útlanda í dag. Við eigum ekki svo mikinn gjaldeyri svo hér yrði að setja höft á millifærslur. Þá myndast furðulegt fyrirbæri sem heitir íslenskur Kanada-dollar og gildir bara á Íslandi. Nei, við verðum að eiga fyrir erlendu myntinni eða almennt sé traust á íslensku atvinnulífi.“
Facebook-síða Péturs H. Blöndal