„Kallast varla réttlæti“

mbl.is/ÞÖK

„Það skýtur skökku við að á sama tíma og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um nauðsyn þess að styrkja gengi krónunnar er ráðist í aðgerðir sem grafa undan sjávarútvegnum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar,“ segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna.

Þetta kemur fram á vefsíðu LÍÚ.

„Óhagkvæmari sjávarútvegur veikir gengi krónunnar og grefur undan kaupmætti heimilanna í landinu." 

Friðrik segir augljóst að frumvörpin þýði óhagkvæmari sjávarútveg eins og fram hefur komið hjá þeim sem fjallað hafa um frumvarpið. Það þýðir að krónan veikist sem þýði minnkandi kaupmátt fyrir fólkið í landinu. Hann segir ríkisstjórninni vera tíðrætt um réttlæti.

„En það kallast varla réttlæti þegar kaupmáttur heillar þjóðar er skertur."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert