Launakostnaður hækkaði um 19%

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. mbl.is

Launa­kostnaður Seðlabanka Íslands hækkaði um 19% milli ár­anna 2010 og 2011. Hækk­un­in nem­ur 8,6% ef tekið er til­lit til þess að starfs­mönn­um fjölgaði á þess­um tíma úr 147 í 161. Þetta kem­ur fram á vef Vefþjóðvilj­ans.

Í grein­inni er jafn­framt rifjað upp að Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræðing­ur Seðlabanka Íslands, lýsti síðastliðið haust yfir undr­un sinni á 4% kaup­hækk­un, sem launþegar og vinnu­veit­end­ur höfðu þá ný­lega samið um.

Í grein Vefþjóðvilj­ans seg­ir:

„Síðastliðið haust máttu vinnu­veit­end­ur og launþegar þeirra sitja und­ir skömm­um Þór­ar­ins G. Pét­urs­son­ar aðal­hags­fræðings Seðlabanka Íslands fyr­ir kaup­hækk­an­ir. Seðlabanka­mönn­um þóttu slík­ar um­vand­an­ir við hæfi jafn­vel þótt þess­ar al­mennu um­sömdu hækk­an­ir upp á um 4% dygðu ekki til að halda í við verðfall á mynt bank­ans, sem yf­ir­völd neyða launa­greiðend­ur til að greiða laun­in með.

Eft­ir­far­andi var haft aðal­hag­fræðingn­um [innsk. þ.e. í Viðskipta­blaðinu]:

„Hvernig datt ykk­ur í hug að semja um þess­ar launa­hækk­an­ir?““

Í grein­inni seg­ir jafn­framt að Seðlabank­inn hafi ný­lega gefið út árs­skýrslu sína fyr­ir árið 2011 og þar komi fram að launa­kostnaður hafi hækkað úr 1.046.445.000 kr. árið 2010 í 1.244.203.000 kr. árið 2011. Þessi hækk­un nemi 19% eða 8,6% sé til­lit tekið til þess að starfs­mönn­um hafi fjölgað úr 147 í 161 á þess­um tíma.

Í grein­inni er einnig rifjað upp að Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, hafi stefnt bank­an­um vegna 25% launa­hækk­un­ar sem hann telji sig eiga inni og því geti áður­nefnd 19% hækk­un í raun verið van­met­in.

„Annað sem vek­ur at­hygli þegar launa­kostnaður bank­ans er skoðaður er hlut­fall líf­eyr­is­greiðslna af launa­greiðslum. Í flest­um fyr­ir­tækj­um lands­ins er þetta hlut­fall 10%. Vinnu­veit­andi greiðir 8% í sam­eign­ar­sjóð og 2% í sér­eign­ar­sjóð, sam­tals 10%. Hjá Seðlabanka Íslands er þetta hlut­fall 13,7%. 

Það virðist því sem bank­inn greiði starfs­mönn­um sín­um að meðaltali nær tvö­falt hærra mót­fram­lag í sér­eigna­sjóð en venju­legt launa­fólk fær.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert