Þriðji bústaðurinn á fjórum dögum

Bústaðurinn, sem brann í gær. Hann stóð í ljósum logum …
Bústaðurinn, sem brann í gær. Hann stóð í ljósum logum er slökkvilið bar að. Ljósmynd/Burkni Helgason

Sumarbústaðurinn sem brann við Rauðavatn í gærkvöldi var þriðji bústaðurinn sem brann á aðeins fjórum dögum. Hinn 26. mars brann annar bústaður til grunna við Rauðavatn og daginn eftir, 27. mars, brann sumarbústaður í Hvassahrauni við Straumsvík, sunnan Hafnarfjarðar.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru taldar nokkrar líkur á því að um íkveikju sé að ræða, en rannsókn fer nú fram. 

Bústaðurinn sem brann í gær skemmdist nokkuð, en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn fljótt og örugglega og skemmdist um helmingur bústaðarins, sem er 45 fermetrar. Bústaðurinn var í reglulegri notkun, en enginn var í honum þegar eldurinn kom upp í gærkvöldi.

Í honum voru gaskútar, en þeir munu ekki hafa skapað hættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert