„Úr stjórnun í skattlagningu“

Adolf Guðmundsson.
Adolf Guðmundsson. Árni Sæberg

„Ef við gef­um okk­ur það að 90% af sjáv­ar­út­vegi séu á lands­byggðinni og þetta séu 30 millj­arðar sem komi sem tekj­ur í rík­is­sjóð í gegn­um veiðigjald, þá eru þetta þrír millj­arðar í Reykja­vík og 27 millj­arðar á lands­byggðinni,“ seg­ir Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, um nýtt frum­varp um fisk­veiðistjórn­un og veiðigjald.

Þetta seg­ir Ad­olf í viðtali sem birt­ist í nýj­asta tölu­blaði Aust­ur­glugg­ans.

„Svo eiga menn að fá ölm­usu í gegn­um byggðapotta og kvóta­leigu, hitt fer í rík­is­sjóð. Það er því verið að soga alla pen­inga til Reykja­vík­ur, þetta er því lands­byggðarskatt­ur,“ seg­ir Ad­olf.

Ad­olf er eig­andi Gull­bergs á Seyðis­firði og seg­ir að frum­varpið hafi veru­leg áhrif á fyr­ir­tæk­in á Aust­ur­landi. Hann tek­ur eigið fyr­ir­tæki sem dæmi og seg­ir að verði frum­varpið að lög­um verði það „ónýtt á inn­an við fimm árum“.

„Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta hafi veru­lega slæm áhrif á t.d. Loðnu­vinnsl­una og Síld­ar­vinnsl­una þótt þau muni ör­ugg­lega hafa þetta af, sök­um þess að þau eru lítið skuld­sett.“

Ad­olf seg­ir að með frum­varp­inu sé verið að breyta kerf­inu úr því að vera fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi í skatt­lagn­ing­ar­kerfi.

Vefsíða Aust­ur­glugg­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert