Mbl.is hefur efnt til samkeppni um hvaða Íslendingur eigi, að mati þjóðarinnar, að prýða nýja 10 þúsund króna seðilinn sem Seðlabankinn hyggst gefa út. Niðurstöður samkeppninnar verða afhentar Seðlabanka eftir páska.
Ritstjórn mbl.is hefur valið nokkra þjóðkunna Íslendinga sem lesendur geta valið á milli. Tillögurnar sem færðar verða Seðlabanka eru aðeins ráðgefandi en fram kom í ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fimmtudag að myndefni seðilsins myndi tengjast Jónasi Hallgrímssyni og að auki skarta lóunni.
En hvað finnst þér?
Mbl.is og Morgunblaðið hafa áður efnt til samkeppni á borð við þessa. Á síðasta ári var efnt til nafnasamkeppni á fossi sem myndast hafði í Morsárjökli. Um 1.000 tillögur bárust í þá keppni.
Smelltu hér til að velja þann Íslending sem þér finnst að prýða eigi nýja seðilinn.