Þjóðverjar lokið eftirliti sínu

F-4 orrustuþotur þýska flughersins.
F-4 orrustuþotur þýska flughersins. Wikipedia

Loft­rým­is­gæslu Atlants­hafs­banda­lags­ins við Íslands, sem flugsveit á veg­um þýska flug­hers­ins hóf að sinna 10. mars, lauk síðastliðinn föstu­dag sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Fjór­ar 4F-orr­ustuþotur sem notaðar voru til gæsl­unn­ar flugu af landi brott á fimmtu­dag og föstu­dag sem og þeir um hundrað liðsmenn þýska flug­hers­ins sem unnu að verk­efn­inu hér á landi.

Um tutt­ugu manns eru þó enn á land­inu og verða fram yfir páska við lokafrá­gang. Þetta er annað árið sem loft­rým­is­gæslu­verk­efn­in eru í um­sjón Land­helg­is­gæsl­unn­ar og í annað sinn sem liðsveit þýska flug­hers­ins ann­ast eft­ir­lit við Ísland.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka