„Erum í góðri stöðu“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Golli

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, gleðst yfir niður­stöðum úr nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup sem greint var frá fyrr í kvöld. Hann seg­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í góðri stöðu til að byggja á þeim ár­angri sem náðst hef­ur og halda inn í kosn­ing­ar.

Fram kem­ur í Þjóðar­púls­in­um að fylgi Sjálf­stæðis­flokks jókst mikið milli fe­brú­ar og mars, og rúm­lega 38% svöruðu því til að þeir myndu kjósa flokk­inn yrði kosið til Alþing­is í dag, en það er 5% fleiri en fyr­ir mánuði.

„Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur verið á bil­inu 33 til 38% á þessu kjör­tíma­bili og það hef­ur verið mín til­finn­ing, að við höf­um frek­ar verið að sækja í okk­ur veðrið,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son. „Það sem mestu skipt­ir er að mér sýn­ist sem flokk­ur­inn sé að ná sam­an að byggja upp að nýju það traust sem glataðist fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Og við erum í góðri stöðu til að byggja á þeim ár­angri sem náðst hef­ur og halda áfram inn í kosn­ing­arn­ar, sem verða í síðasta lagi eft­ir ár.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert