„Erum í góðri stöðu“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, gleðst yfir niðurstöðum úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá fyrr í kvöld. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn í góðri stöðu til að byggja á þeim árangri sem náðst hefur og halda inn í kosningar.

Fram kemur í Þjóðarpúlsinum að fylgi Sjálfstæðisflokks jókst mikið milli febrúar og mars, og rúmlega 38% svöruðu því til að þeir myndu kjósa flokkinn yrði kosið til Alþingis í dag, en það er 5% fleiri en fyrir mánuði.

„Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið á bilinu 33 til 38% á þessu kjörtímabili og það hefur verið mín tilfinning, að við höfum frekar verið að sækja í okkur veðrið,“ segir Bjarni Benediktsson. „Það sem mestu skiptir er að mér sýnist sem flokkurinn sé að ná saman að byggja upp að nýju það traust sem glataðist fyrir síðustu kosningar. Og við erum í góðri stöðu til að byggja á þeim árangri sem náðst hefur og halda áfram inn í kosningarnar, sem verða í síðasta lagi eftir ár.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert