Gölluð kjörgögn í biskupskosningu

Þau mistök urðu við útsendingu kjörgagna í síðari hluta biskupskosningar, að send voru út gölluð kjörgögn. Í ljós hefur komið að umslag, sem ætlað var til að nota utan um kjörseðil, er gegnsætt. Kjörstjórn hefur ákveðið að allir kjörseðlar, sem þegar hafa verið sendir út, skuli skoðast ógildir. Hafi einhverjir kjósenda þegar greitt atkvæði verður því atkvæði eytt við móttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Biskupsstofu.

Ákveðið hefur verið að senda út ný kjörgögn, þar sem atkvæðaseðill er með öðrum lit en sá sem áður var sendur út. Einungis þeir atkvæðaseðlar verða taldir. Það varðar ógildi atkvæðisins ef síðari atkvæðaseðill er sendur inni í umslagi sem sent var með fyrri kjörgögnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert