„Jón skortir þó kjark“

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Kristinn Ingvarsson

„Þingmenn Samfylkingarinnar eru meiri skræfur en Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. Hann hikar ekki við að segja Jóhönnu upphaf og endi alls ills í stjórnarsamstarfinu. Jón skortir þó kjark til að breyta þessum orðum í atkvæði gegn Jóhönnu í þingsalnum.“ Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, í pistli á vefsvæði sínu.

Björn skrifar færslu sína í tilefni frétta af Þjóðarpúlsi Gallup, en þar kemur fram að stjórnarflokkarnir fengju aðeins 28% yrði gengið til kosninga í dag. Hann segir stjórnarsamstarfið í molum og það hafi ekki styrkst eftir að gerður var samningur við Hreyfinguna. „Samningurinn varð til þess að stjórnaskrármálið breyttist endanlega í hringavitleysu milli alþingis og stjórnlagaráðs. Hún hefur ekki orðið til þess að auka fylgi ríkisstjórnarinnar.“

Þá segir Björn að þingflokkur Samfylkingarinnar beri höfuðábyrgð á núverandi stöðu. „Þar á bæ hefur enginn haft þrek til að snúast gegn Jóhönnu [Sigurðardóttur, forsætisráðherra].“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert