Ríkisstjórnin tapar fylgi

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Golli

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks eykst mikið milli fe­brú­ar og mars sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup. Aðeins einu sinni hef­ur sitj­andi rík­is­stjórn mælst með minni stuðning en það var í upp­hafi árs 2009 er þess var kraf­ist að rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de segði af sér. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

28% kjós­enda seg­ist styðja rík­is­sjórn­ina nú. Á sama tíma eykst fylgi við Sjálf­stæðis­flokk­inn hratt. Rúm­lega 38% segj­ast myndi kjósa flokk­inn yrði kosið nú - fimm pró­sent­um meira en fyr­ir mánuði. 

Á sama tíma mæl­ist Sam­fylk­ing­in með ríf­lega 17% fylgi og VG ríf­lega 11%. Þá mæl­ist fylgi Fram­sókn­ar­flokks 13%

Ef nýju stjórn­mála­öfl­in eru skoðuð sést að fylgi við Sam­stöðu mæl­ist nú um 9%. Fylgi þeirra sam­taka sem standa að Dög­un mæl­ist slétt 5% en fylgi Bjartr­ar framtíðar er tæp­lega 5%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert