Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið milli febrúar og mars samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins einu sinni hefur sitjandi ríkisstjórn mælst með minni stuðning en það var í upphafi árs 2009 er þess var krafist að ríkisstjórn Geirs H. Haarde segði af sér. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
28% kjósenda segist styðja ríkissjórnina nú. Á sama tíma eykst fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hratt. Rúmlega 38% segjast myndi kjósa flokkinn yrði kosið nú - fimm prósentum meira en fyrir mánuði.
Á sama tíma mælist Samfylkingin með ríflega 17% fylgi og VG ríflega 11%. Þá mælist fylgi Framsóknarflokks 13%
Ef nýju stjórnmálaöflin eru skoðuð sést að fylgi við Samstöðu mælist nú um 9%. Fylgi þeirra samtaka sem standa að Dögun mælist slétt 5% en fylgi Bjartrar framtíðar er tæplega 5%.