Samtökin '78: Árás á transmann sorgleg

Sam­tök­in '78 segja það sorg­legt að nótt­ina eft­ir að lagt var fram á Alþingi frum­varp um stöðu trans­fólks á Íslandi skuli ung­ur transmaður vera lam­inn á bar í Reykja­vík fyr­ir það eitt að vera sá sem hann er. „Þetta at­vik sýn­ir okk­ur hversu gríðarlega mik­il­vægt það er að Alþingi samþykki fyr­ir­liggj­andi frum­varp og bæti inní stjórn­ar­skrá og/​eða refsi­lög­gjöf­ina ákvæði til vernd­ar trans­fólki með kyn­vit­und sem ekki sam­ræm­ist þeirra líf­fræðilega kyni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Sam­tök­un­um.

Stjórn Sam­tak­anna skrifaði síðasta sum­ar er­indi til Stjórn­lagaráðs sam­hljóða er­indi Q – fé­lags hinseg­in stúd­enta um að bæta orðinu kyn­vit­und inn í upp­taln­ingu á mis­mun­un­ar­breyt­um í jafn­ræðis­reglu nýrr­ar stjórn­ar­skrár.

„Ef þessi til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá verður samþykkt er þar inni bann við mis­mun­un vegna kyn­hneigðar, sem er ákveðinn sig­ur, en með því að bæta kyn­vit­und inn í upp­taln­ing­una væri kom­in inn vernd fyr­ir trans­fólk einnig. Orðið kyn­hneigð vís­ar til þess hverja við elsk­um og orðið kyn­vit­und til þess hvoru kyn­inu við upp­lif­um okk­ur sjálf til­heyra. Stjórn­lagaráð felldi naum­lega til­lög­una um að bæta kyn­vit­und við upp­taln­ing­una og því ákvað stjórn S’78, þegar þess gafst færi, að senda inn breyt­ing­ar­til­lögu til Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is þar sem við lögðum til að Alþingi gengi lengra en Stjórn­lagaráð var til­búið að gera. Formaður og vara­formaður fóru á fund nefnd­ar­inn­ar í des­em­ber þar sem út­skýrður var fyr­ir nefnd­ar­mönn­um mun­ur­inn á merk­ingu þess­ara tveggja orða, kyn­hneigð og kyn­vit­und, og af hverju við telj­um mik­il­vægt að þau séu bæði inni í upp­taln­ingu jafn­ræðis­regl­unn­ar. Það er greini­legt að það bíður mikið starf við að upp­fræða al­menn­ing hér á landi um mál­efni trans­fólks því það er vitað að for­dóm­ar byggja fyrst og fremst á vanþekk­ingu og hat­urs­glæp­ir eins og sá sem er út­gangspunkt­ur þess­ara skrifa byggj­ast á þess­um for­dóm­um og hræðslu við þá sem eru öðru­vísi en maður sjálf­ur.

Sam­tök­in ‘78 kalla eft­ir umb­urðarlyndi og skiln­ingi fólks á milli. Við erum ekki öll eins og þjóðfé­lagið væri miklu minna virði ef við vær­um öll steypt í sama mót. Fögn­um fjöl­breytni og styðjum trans­fólk í bar­áttu sinni og OKK­AR fyr­ir mann­legri reisn og sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um. Um leið skor­um við á Alþingi að klára laga­úr­bæt­ur til handa trans­fólki þannig að sómi sé af og við get­um stolt sagt við hvern sem heyra vill að á Íslandi njóti all­ir virðing­ar og mann­rétt­inda,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Sam­tak­anna '78.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert