Þriðja samdráttarárið í sölu

mbl.is/Heiðar

Árið 2011 var þriðja samdráttarárið í röð hjá ÁTVR. Árið 2008 þegar salan í lítrum fór hæst voru seldir 20.387.345 lítrar. Árið 2011 voru seldir 18.437.968 lítrar. Samtals nemur samdrátturinn á þessum þremur árum tæpum tveimur milljónum lítra eða um 10%.

Er það verulegur samdráttur og verður að fara aftur til ársins 2006 til þess að finna sambærilega sölu. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins.

Samdrátturinn í sölu vindlinga á síðustu þremur árum nemur um 47.607 þúsund stykkjum eða um 15,7%. Á sama tíma hefur ársverkum hjá ÁTVR fækkað um 45.

Hagnaður ÁTVR á árinu 2011 var rúmlega 1,2 milljarðar króna. Samdráttur í sölu áfengis var 2,7% og samdráttur í sölu tóbaks var 4,9%. Þrátt fyrir samdráttinn er afkoman með því besta frá árinu 2002.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert