Tvö skip dæla sandi við Landeyjahöfn

Sanddæluskipið Skandia.
Sanddæluskipið Skandia.

Tvö sanddæluskip hafa verið við dýpkun í Landeyjahöfn síðustu daga, en aðstæður til dýpkunar hafa verið þokkalegar. Ólíklegt er talið að Herjólfur geti farið að nota höfnina fyrir páska.

Dæluskipin Skandia og Sóley hafa bæði verið dæla sandi úr mynni Landeyjahafnar. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, segir að það skýrist á morgun með framhaldið, en hún segir ósennilegt að takist að dýpka höfnina það mikið að Herjólfur geti siglt inn í hana fyrir páska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert