Banna tertur á Selfossi

Heimabakaðar bollakökur.
Heimabakaðar bollakökur. mbl.is

Mik­il óánægja er á meðal nem­enda 10. bekkj­ar Valla­skóla á Sel­fossi og for­eldra þeirra þar sem þeir fengu til­kynn­ingu frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Suður­lands síðdeg­is í dag um að bekkn­um væri bannað að selja tert­ur á flóa­markaði í Tryggvaskála á Sel­fossi á morg­un. 

Fim­leika­hóp­ur ætlaði líka að vera með köku­bas­ar í Kjarn­an­um á morg­un og hef­ur það líka verið bannað. Þetta kem­ur fram í á frétta­vefn­um DFS.

„Það sýður á mér, við erum búin að baka all­ar tert­urn­ar og gera allt klárt þegar þetta síma­tal kem­ur, auk þess að vera búin að aug­lýsa flóa­markaðinn í blöðum. Ég hrein­lega neita að trúa því að þetta sé satt, því­líkt og annað eins þjóðfé­lag sem við búum í. Það er greini­legt að Heil­brigðis­eft­ir­litið mis­mun­ar hóp­um því það hafa verið haldn­ir köku­bas­ar­ar reglu­lega í Kjarn­an­um í vet­ur, nú síðast um síðustu helgi þar sem kon­ur úr kven­fé­lagi Hraun­gerðis­hrepps voru með köku­bas­ar,“ seg­ir Rann­veig Anna Jóns­dótt­ir í sam­tali við DFS en hún er einn af for­svars­mönn­um nem­enda 10. bekkj­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert