DFFU hættir viðskiptum við Ísland

Seðlabankinn lét gera húsleit hjá Samherja á Akureyri í síðasta …
Seðlabankinn lét gera húsleit hjá Samherja á Akureyri í síðasta mánuði. mb.is/Skapti Hallgrímsson

Deutsche Fischfang Uni­on (DFFU) hef­ur ákveðið að hætta tíma­bundið öll­um viðskipt­um við ís­lenska lögaðila. DFFU mun ekki selja afurðir sín­ar í gegn­um ís­lensk sölu­fyr­ir­tæki, sækja þjón­ustu eða landa úr skip­um fé­lags­ins á Íslandi. 

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. Deutsche Fischfang Uni­on er dótt­ur­fé­lag Sam­herja á Ak­ur­eyri. Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir að fyr­ir­tækið sjái sér einnig ekki annað fært en að segja upp samn­ingi um af­hend­ingu hrá­efn­is til fisk­vinnslu Sam­herja á Dal­vík. Til stóð að skip DFFU myndu á þessu ári landa um 3.500 tonn­um af fersk­um slægðum þorski á Íslandi á tíma­bil­inu 15. apríl fram til 1. sept­em­ber.

„Stjórn­end­ur DFFU harma að þurfa að taka þessa ákvörðun en sjá ekki aðra leið færa á meðan ekki er upp­lýst hvað fyr­ir­tækið er grunað um að gera rangt í viðskipt­um á Íslandi. Fé­lagið tel­ur ekki ger­legt að taka þá áhættu að halda viðskipt­um óbreytt­um áfram á meðan það er grunað um lög­brot af gjald­eyris­eft­ir­liti Seðlabanka Íslands. DFFU hafn­ar því al­farið að hafa brotið lög.“

Seðlabanki Íslands lagði hald á bók­halds­gögn DFFU, tölvu­póst, rekstr­aráætlan­ir og önn­ur gögn sem vistuð eru hjá tölvu­fyr­ir­tæk­inu Þekk­ingu hf. Full­yrt er að þessi gögn hafi verið tek­in á grund­velli þess að DFFU er grunað um sak­næmt at­hæfi sem teng­ist broti á lög­um nr. 88/​2008 um gjald­eyr­is­mál.

„For­svars­menn DFFU hafa lagt sig fram um að fara í einu og öllu eft­ir lög­um í viðskipt­um við ís­lenska lögaðila með sama hætti og fyr­ir­tækið kapp­kost­ar að gera hvar sem það stund­ar viðskipti í heim­in­um. Fyr­ir­tækið hef­ur aldrei átt í nein­um mála­ferl­um við viðskiptaaðila eða í öðrum útistöðum við yf­ir­völd. 

Stjórn­end­ur DFFU taka þess­ar ásak­an­ir mjög al­var­lega og er fyr­ir­munað að skilja með hvaða hætti þýskt fyr­ir­tæki á að hafa getað gerst brot­legt við ís­lensk gjald­eyr­is­lög. Á meðan fyr­ir­tækið fær ekki upp­lýs­ing­ar um hvaða grun­semd­ir bein­ast að því treyst­ir DFFU sér ekki til að taka þá áhættu að eiga viðskipti við ís­lenska lögaðila. Fé­lagið tel­ur brýnt að Seðlabanki Íslands upp­lýsi hið fyrsta að hverju grun­semd­ir bein­ast svo hægt sé að bregðast við þeim,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Rétt er að minna á að Deutsche Fischfang Uni­on er þýskt fyr­ir­tæki og fer að þýsk­um lög­um og heyr­ir und­ir eft­ir­lit þýskra yf­ir­valda.

DFFU hef­ur átt í um­tals­verðum viðskipt­um við ís­lensk fyr­ir­tæki  á und­an­förn­um árum. Þessi viðskipti hlaupa á hundruðum millj­óna króna ár­lega. Viðskipt­in tengj­ast ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um á marg­vís­leg­an hátt. Allt frá sölu á afurðum fyr­ir DFFU, kaup­um á flutn­ingsþjón­ustu og kaup­um á margþættri þjón­ustu þegar skip fé­lags­ins landa á Íslandi svo sem vist­um, veiðarfær­um, umbúðum og viðgerðum. Einnig hef­ur DFFU greitt tugi millj­óna ár­lega í gjöld til ís­lenskra aðila eins og t.d. hafn­ar­gjöld.

Í fyrra seldi DFFU meðal ann­ars 3.500 tonn af slægðum þorski, bæði fryst­um og fersk­um, til land­vinnslu Sam­herja á Eyja­fjarðarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert