„Gerðist á þeirra vakt“

Feministar utan við Goldfinger í Kópavogi
Feministar utan við Goldfinger í Kópavogi Sverrir Vilhelmsson

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, árétt­ar í til­efni af um­fjöll­un um rekstr­ar­leyfi til skemmti­staðar­ins Gold­fin­ger að leyfið var veitt í í tíð fyrr­ver­andi meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Næst besta flokks­ins og Y-lista Kópa­vogs­búa.

Frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins, mbl.is, fjallaði um málið í gær­kvöldi og greindi frá því, að full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri grænna og Næst­besta flokks­ins í Kópa­vogi lögðu fram fyr­ir­spurn á síðasta fundi bæj­ar­ráðs um út­gáfu starfs­leyf­is fyr­ir skemmti­staðinn Gold­fin­ger. 

Óskað er eft­ir upp­lýs­ing­um og rök­stuðningi vegna ákvörðunar Guðrún­ar Páls­dótt­ur, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra Kópa­vogs, að kalla ekki sam­an um­sagnaraðila vegna starfs­leyf­is til Gold­fin­gers þrátt fyr­ir að bæj­ar­ráð hafi samþykkt ein­róma á fundi sín­um 12. sept­em­ber 2010 að slíkt skyldi gert. 

Ármann Kr. tek­ur fram að leyfið var veitt af  sýslu­mann­in­um í Kópa­vogi 28. fe­brú­ar 2011. Því hafi bæj­ar­full­trú­arn­ir haft meira en ár til að grennsl­ast fyr­ir um ástæður þess að um­sögn barst ekki frá Kópa­vogs­bæ og um­sagnaraðilar voru ekki kallaðir sam­an,  eins og bæj­ar­ráð hafði óskað eft­ir. 

„Ef bæj­ar­full­trú­ar fyrr­ver­andi meiri­hluta telja ámæl­is­vert að samþykkt bæj­ar­ráðs hafi verið virt að vett­ugi verða þeir að líta í sinn eig­in barm. Þetta gerðist á þeirra vakt. Þeir geta held­ur ekki firrt sig ábyrgð með því að benda á emb­ætt­is­menn­ina. Ábyrgðin er al­farið hjá þeim sjálf­um,“ seg­ir Ármann Kr. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert