Margir flytja áfram frá landinu

Í fyrra fluttu 4.135 Íslendingar frá landinu.
Í fyrra fluttu 4.135 Íslendingar frá landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þó að lands­mönn­um hafi fjölgað á síðasta ári er enn mik­ill brott­flutn­ing­ur frá land­inu. 4.135 Íslend­ing­ar fluttu frá land­inu í fyrra sem er litlu minna en árið 2010. Íslend­ing­um sem flytja til lands­ins er hins veg­ar held­ur að fjölga.

Árið 2009, fyrsta heila árið eft­ir hrun, fækkaði lands­mönn­um um 1.700 manns eða um 0,5%. Ástæðan er sú að þá var brott­flutn­ing­ur um­fram aðflutta 4.835. Síðan hef­ur staðan batnað. Í fyrra voru brott­flutt­ir um­fram aðflutta 1.404. Árið 2010 var þessi tala 1.703.

Ef ein­göngu er horft á brott­flutta kem­ur í ljós að dregið hef­ur úr brott­flutn­ingi er­lendra rík­is­borg­ara síðustu tvö ár og í fyrra fluttu álíka marg­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins og frá því. Það hef­ur hins veg­ar ekki dregið nærri eins mikið úr brott­flutn­ingi Íslend­inga frá land­inu. Árið 2009 flutti 4.851 Íslend­ing­ur frá land­inu. Árið 2010 fluttu 4.340 frá land­inu og í fyrra fluttu 4.135 Íslend­ing­ar frá land­inu.

Íslend­ing­um sem flytja heim hef­ur verið að fjölga frá hruni. 2.385 fluttu heim árið 2009, 2.637 fluttu heim árið 2010 og 2.824 í fyrra.

Íslend­ing­um fjölgaði um 0,4% á síðasta ári. Það er frek­ar lítið í sögu­legu sam­hengi. Þessa fjölg­un má þakka því að fleiri flytja heim til lands­ins, út­lend­ing­ar eru enn að flytja til lands­ins og lands­menn eru nokkuð dug­leg­ir að eign­ast börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka