Margir flytja áfram frá landinu

Í fyrra fluttu 4.135 Íslendingar frá landinu.
Í fyrra fluttu 4.135 Íslendingar frá landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þó að landsmönnum hafi fjölgað á síðasta ári er enn mikill brottflutningur frá landinu. 4.135 Íslendingar fluttu frá landinu í fyrra sem er litlu minna en árið 2010. Íslendingum sem flytja til landsins er hins vegar heldur að fjölga.

Árið 2009, fyrsta heila árið eftir hrun, fækkaði landsmönnum um 1.700 manns eða um 0,5%. Ástæðan er sú að þá var brottflutningur umfram aðflutta 4.835. Síðan hefur staðan batnað. Í fyrra voru brottfluttir umfram aðflutta 1.404. Árið 2010 var þessi tala 1.703.

Ef eingöngu er horft á brottflutta kemur í ljós að dregið hefur úr brottflutningi erlendra ríkisborgara síðustu tvö ár og í fyrra fluttu álíka margir erlendir ríkisborgarar til landsins og frá því. Það hefur hins vegar ekki dregið nærri eins mikið úr brottflutningi Íslendinga frá landinu. Árið 2009 flutti 4.851 Íslendingur frá landinu. Árið 2010 fluttu 4.340 frá landinu og í fyrra fluttu 4.135 Íslendingar frá landinu.

Íslendingum sem flytja heim hefur verið að fjölga frá hruni. 2.385 fluttu heim árið 2009, 2.637 fluttu heim árið 2010 og 2.824 í fyrra.

Íslendingum fjölgaði um 0,4% á síðasta ári. Það er frekar lítið í sögulegu samhengi. Þessa fjölgun má þakka því að fleiri flytja heim til landsins, útlendingar eru enn að flytja til landsins og landsmenn eru nokkuð duglegir að eignast börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert