„Mér líður bara ömurlega“

Feðginin Guðmundur Sigurðsson og María Guðmundsdóttir.
Feðginin Guðmundur Sigurðsson og María Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér líður bara ömurlega. Þetta gat eiginlega ekki verið verra,“ sagði María Guðmundsdóttir, 18 ára skíðalandsliðskona.

Hún slasaðist illa á hné í stórsvigskeppni á Skíðamóti Íslands á Akureyri á sunnudaginn var. Þá var hún nýorðinn tvöfaldur Íslandsmeistari í svigi. María þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna og þykir líklegt að hún verði frá keppni í allt að því eitt ár.

„Ég ætla mér að koma sterkari til baka. Ég er ekkert að gefast upp,“ sagði María í gær. Hún ætlar strax að byrja að æfa vöðvana svo þeir rýrni ekki og hún missi styrk. Annars tekur það hana enn lengri tíma að jafna sig. Hún kvaðst enn vera mjög bólgin á hnénu.

María fór í skoðun hjá bæklunarskurðlækni í gær. Faðir hennar, Guðmundur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður á skíðum og skíðaþjálfari, sagði að fremra krossband í hnénu hefði slitnað, liðþófi rifnað og innra liðband líklega tognað. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur, að ekki hafi verið forsvaranlegt að halda keppninni áfram við þær aðstæður sem voru í brautinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert