Sauðárveita mun auka orkugetuna um 40GWst

Sauðárveita mun auka orkugetu Fljótsdalsstöðvar Kárahnjúkavirkjunar um 40GWst.
Sauðárveita mun auka orkugetu Fljótsdalsstöðvar Kárahnjúkavirkjunar um 40GWst. mbl.is

Afkastageta Fljótsdalsstöðvar Kárahnjúkavirkjunar til orkuvinnslu á að aukast um 40 GWst á ári eftir að framkvæmdum lýkur við svonefnda Sauðárveitu á Hraunum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að um sé að ræða hluta af framkvæmd við Kárahnjúkavirkjun sem frestað var á árinu 2008 þar sem ekki var talin þörf á vatni frá veitunni í bráð, en næg orka var talin vera í kerfi Landsvirkjunar á þeim tíma, skv. upplýsingum sem fengust hjá Landsvirkjun í gær.

„Síðan þá er búið að semja um aukna orkusölu og var því ákveðið á síðasta ári að ráðast í umrædda framkvæmd sem er innifalin í útgefnu virkjunarleyfi fyrir Kárahnjúkavirkjun,“ segir í svörum Landsvirkjunar við fyrirspurn vegna framkvæmdanna.

Tvær austustu árnar á virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar eru Innri-Sauðá og Ytri-Sauðá á Hraunum. Vestan Sauðánna er Grjótá. Vatni frá væntanlegri Sauðárveitu verður veitt í Grjótá, en frá Grjótá hafa verið byggð jarðgöng yfir í Kelduárlón, sem veita þangað vatni frá Grjótá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert