Skuldir heimila lækkuðu milli ára

Stjórnvöld segja að athugun ríkisskattstjóra sýni að yfirveðsettum heimilum hefur …
Stjórnvöld segja að athugun ríkisskattstjóra sýni að yfirveðsettum heimilum hefur fækkað úr 25.876 í 14.412 eða sem nemur tæplega 11.500 heimilum. Ómar Óskarsson

At­hug­un Rík­is­skatt­stjóra fyr­ir stjórn­völd sýn­ir að skuld­ir heim­ila lækkuðu um 3-4 pró­sent  frá 2010 til 2011 eða um 9 pró­sent að raun­v­irði. Lækk­un­in er meiri meðal ungs fólks en þeirra sem eldri eru. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um.

Til­efni til­kynn­ing­ar­inn­ar er skýrsla tveggja hag­fræðinga Seðlabanka Íslands sem gerðu rann­sókn á stöðu ís­lenskra heim­ila frá árs­byrj­un 2007 til árs­loka 2010. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að rann­sókn­in sé gagn­legt fram­lag til umræðunn­ar um fjár­hags­stöðu heim­il­anna, en rétt sé að benda á að hún tek­ur ekki til­lit til breyt­inga á vaxta­bót­um sem gildi tóku í fyrra.

Þá sé einnig horft fram­hjá áhrif­um 110 pró­senta leiðar­inn­ar svo­nefndu, og svo þykir rétt að árétta að kaup­mátt­ur launa jókst um 2,6 pró­sent frá 2010  til 2011 og kaup­mátt­ur lægstu launa jókst enn meir eða um 8 til 10 pró­sent.

Stjórn­völd segja að at­hug­un rík­is­skatt­stjóra sýni að yf­ir­veðsett­um heim­il­um hef­ur fækkað úr  25.876 í 14.412 eða sem nem­ur tæp­lega 11.500 heim­il­um. „Í rann­sókn Seðlabank­ans er leit­ast við að meta áhrif ým­issa aðgerða til að draga úr greiðslu­vanda fólks. Niðurstaðan er mjög skýr: lít­ill ár­gang­ur næst með al­menn­um aðgerðum. Rann­sókn­in sýn­ir að al­menn skuld­aniður­færsla er dýr og kem­ur ein­ung­is að litlu leyti til móts við  þá sem eru í greiðslu­vanda.

Jafn­framt er vísað til orða Guðbjarts Hann­es­son­ar vel­ferðarráðherra um að mik­il­væg­ast sé að leysa úr vanda þeirra sem eru í greiðslu­vanda og þá fyrst og fremst þeirra sem eru bæði í greiðslu- og skulda­vanda. Auk þess þurfi að horfa til þess sís­tækk­andi hóps sem er á leigu­markaði og þeirra sem eru með litla sem enga greiðslu­getu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert