Sjónvarpsstöðin Skjár golf auglýsti í gær að áskrifendur gætu séð útsendingu frá Masters-mótinu í golfi í opinni dagskrá í sænska ríkissjónvarpinu. Stöð 2 sport á hins vegar útsendingarrétt á mótinu á Íslandi.
„Við munum að sjálfsögðu athuga þetta. Það er ábyrgðarhluti ef það er verið að gabba fólk til að kaupa áskrift að rás sem kann svo að lokast þegar líður á helgina þess vegna. Mér finnst þetta skrýtnir viðskiptahættir,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann viss um að sænsku stöðinni sé ekki heimilt að dreifa mótinu til Íslands samkvæmt samningum þess og að Stöð 2 sport hafi ein leyfi til að sýna mótið hér.