Á fimmta þúsund fljúga innanlands

Frá Reykjavíkurflugvelli í dag.
Frá Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Flugferðir Flugfélags Íslands hafa að mestu leyti verið á áætlun í dag. Ein aukaferð var farin  til Ísafjarðar, en þangað liggur leið margra á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. 

Samkvæmt upplýsingum frá félaginu er búist við að það flytji um eitt þúsund farþega í dag.

Flestir kusu þó að fara út úr bænum í gær, en þá voru tvær aukaferðir til Ísafjarðar, tvær til Akureyrar og ein til bæði Egilsstaða og Nuuk á Grænlandi.

Flestir eiga síðan pantað far til Reykjavíkur á annan í páskum, en þá verða fjórar aukaferðir á vegum flugfélagsins til Ísafjarðar.

Alls er búist við að á bilinu 4000-4500 manns ferðist með Flugfélagi Íslands yfir páskahátíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert