Skoskir fiskimenn fá þorskastríðsbætur

Skoskir togarasjómenn, sem misstu störf sín í kjölfar Þorskastríðs Íslendinga og Breta á áttunda áratugnum, hafa fengið bætur og afsökunarbeiðni frá breskum yfirvöldum vegna atvinnumissisins.

Fjöldi togarasjómanna missti störf sín eftir að Íslendingar fengu yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilandhelgi umhverfis landið árið 1975, en í kjölfarið dró mjög úr veiðum Breta og Skota við Íslandsstrendur.

Sjómennirnir hafa barist fyrir því allar götur síðan að þeim yrði bættur atvinnumissirinn og hefur niðurstaða nú loksins náðst og fær hver og einn greidd eitt þúsund pund, alls um 2.500 manns.

Áður höfðu nokkrum verið greidd allt að 20.000 pund í miskabætur.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert