„Hlýtur að vera misskilningur“

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar

Rit­ari for­seta Íslands seg­ir eng­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á aðgengi fólks að Bessastaðanesi og að full­yrðing­ar um slíkt hljóti að vera byggðar á mis­skiln­ingi. Bæj­ar­stjórn Álfta­ness hef­ur sent skrif­stofu for­seta Íslands er­indi, þar sem mælt er með því að aðgengi að Bessastaðanesi verði ekki hamlað.

Í er­ind­inu seg­ir að svæðinu hafi verið læst ný­verið án skýr­inga.

„Eng­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á för fólks um Bessastaðanesið eða aðgengi að því fyr­ir utan þær að öðru hliðinu, því sem er nær Bessa­stöðum, var lokað til að tak­marka för hesta­manna,“ seg­ir Örn­ólf­ur Thors­son for­seta­rit­ari. 

„Með því að hesta­menn fari um ak­veg­inn get­ur skap­ast marg­vís­leg hætta og það er ástæða þessa,“ seg­ir Örn­ólf­ur. Hann seg­ir að skrif­stofu for­seta Íslands hafi ekki borist neitt er­indi sem varðar þetta.

Hann seg­ir að for­set­inn hafi farið í sína vana­legu morg­un­göngu í morg­un og hitt þar fyr­ir nokk­urn fjölda fólks. „Enda var annað hliðið gal­opið og meðal þeirra sem hann hitti var bæj­ar­full­trúi á Álfta­nesi, sem var þar eins og hann að fylgj­ast með fugla­líf­inu. Það eru eng­ar tak­mark­an­ir þarna og það er greið leið á Skans­inn. Þetta hlýt­ur að vera mis­skiln­ing­ur,“ seg­ir Örn­ólf­ur.

Frétt mbl.is: Lokað og læst við Bessastaði

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka