Reyndu að reykja kjöt í holu

mbl.is/Hjörtur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í dag í fremur sérkennilegt útkall. Tilkynnt var um reyk við hús í Samtúni í Reykjavík og fór slökkviliðið á staðinn. Þegar þangað kom reyndust húsráðendur vera að reyna að reykja kjöt í holu sem þeir höfðu gert í jörðina.

Að sögn slökkviliðsmanns á vakt var engin hætta á ferðinni og enginn eldur sem hafi þurft að slökkva. Lögreglan hafi síðan komið á staðinn og tekið við málinu.

Ekkert tjón hafi heldur orðið þó einhverjir nágrannar fólksins hafi hugsanlega orðið fyrir óþægindum vegna uppátækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert