Segja ómetanleg náttúruverðmæti tapast

Göngufólk á Sveifluhálsi í Krýsuvík.
Göngufólk á Sveifluhálsi í Krýsuvík. www.mbl.is / Ellert Grétarsson

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands harma þær breyt­ing­ar á Reykja­nesskaga sem lagðar eru til í þings­álykt­un­ar­til­lögu að ramm­a­áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu nátt­úru­svæða.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu sem sam­tök­in sendu frá sér. Þar seg­ir að þau harmi „þá aðför, sem gerð er að nátt­úruperl­um Suðvest­ur­lands í þings­álykt­un­ar­til­lögu að Ramm­a­áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu nátt­úru­svæða. Sú til­laga sem rík­is­stjórn Íslands hef­ur nú lagt fyr­ir Alþingi býður þeirri hættu heim að lands­hlut­an­um verði umbreytt í sam­fellt iðnaðar- og orku­vinnslu­svæði frá Reykja­nesi til Nesja­valla við Þing­valla­vatn.

Verði af jarðvarma­virkj­un­um á þeim svæðum sem sett eru í ork­u­nýt­inga­flokk tap­ast ómet­an­leg nátt­úru­verðmæti sem t.a.m. gætu gagn­ast til upp­bygg­ing­ar á ferðaþjón­ustu í lands­hlut­an­um. Að ráðast inn í friðlýsta fólkvanga með virkj­an­ir rýr­ir veru­lega mögu­leika íbúa svæðis­ins til að njóta ósnort­inn­ar nátt­úru í ná­grenni við heim­ili sín.

Auk óaft­ur­kræfra nátt­úru­spjalla yrðu jarðvarma­virkj­an­ir þess­ar að öll­um lík­ind­um ekki sjálf­bær­ar og á eng­an hátt hluti þess græna hag­kerf­is sem rík­is­stjórn­in hef­ur boðað og seg­ir sig standa fyr­ir. Nátt­úruperl­ur þess­ar eru m. a. Sveiflu­háls í Krýsu­vík, Eld­vörp, Stóra-Sand­vík og Sand­fell sunn­an Keil­is.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands hvetja rík­is­stjórn­ina ein­dregið til þess að gera breyt­ing­ar á þings­álykt­un­ar­til­lög­unni og færa nátt­úruperl­ur Suðvest­ur­lands yfir í vernd­ar­flokk eða biðflokk.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert