Summa svarar ekki gagnrýni Tómasar

Timo Summa.
Timo Summa. mbl.is/Ernir

Forstöðumaður sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, Timo Summa sendiherra, vill ekki tjá sig um þá hörðu gagnrýni sem fram kom í grein Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi sendiherra, í Morgurblaðinu sl. mánudag.

Tómas segir að Summa hafi brotið alþjóðlegar reglur um framkomu sendiherra og m.a. sagst ætla sér það hlutverk að „skapa“ umræðuna. Hann komi fram eins og Íslendingar séu ekki sjálfstæð þjóð.

Jafnframt gagnrýnir Tómas að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skuli ekki hafa gert athugasemdir við inngrip sendiherrans í það „stórpólitíska innanríkismál, sem aðildarumsókn um ESB er“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert