Bjarni Harðar varð vitni að krossfestingu

Bjarni Harðarson.
Bjarni Harðarson.

Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi með meiru, varð vitni að krossfestingu á Arnarhóli í gær, á föstudeginum langa. Hann og kona hans voru að koma frá Passíusálmalestri í Hallgrímskirkju og óku fram hjá Arnarhóli, „þar sem var verið að krossfesta mann“, skrifar Bjarni á bloggsíðu sína.

„Þar vantaði að vísu alla farísea og Pílatus var einnig fjarri góðu gamni en hinn krossfesti, sem sagðist heita Elli, var frekar einmana. Aðspurður kvaðst hann hafa verið á krossi þessum frá hádegi og gera þetta í trúarlegum tilgangi. Jú, sagðist sá krossfesti eiginlega vera kaþólskur,“ skrifar Bjarni.

„Korteri seinna varð okkur litið á hólinn aftur en þá var kappinn farinn og sjónvarpsmenn sem mættu á staðinn virtust grípa í tómt!“

Á bloggsíðu Bjarna er mynd af krossfestingunni sem Elín Gunnlaugsdóttir, kona Bjarna, tók. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert