Endurheimta fé frá falli Landsbankans

Sterlingspund.
Sterlingspund.

Bæjarráðin í Somerset og Norður-Somerset á Bretlandi munu endurheimta fé sem þau töpuðu við fall Landsbankans. Nemur fjárhæðin 3,3 milljörðum íslenskra króna eða um 26 milljónum punda.

Í frétt North Somerset Times, segir að bæjarráðið í Norður-Somerset hafi fjárfest fyrir um 3 milljónir punda, um 380 milljónir króna, í Landsbankanum. Hefur bæjarráðið þegar fengið hluta af upphæðinni endurgreiddan og telur sig munu endurheimta um 98% hennar.

Bæjarráðið í Somerset segist þegar í þessari viku hafa endurheimt um 4,1 milljón punda af þeim 25 milljónum sem það fjárfesti í íslenska bankanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka