Gengið hækkar með niðurgreiðslu lána

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Sigurgeir S.

„Við viljum öll greiða niður skuldir okkar. Aðeins útflutningsfyrirtækin hafa bolmagn til þess, þar sem gengi krónunnar er 25% lægra en meðaltal síðustu 30 ára. Vandamálið er hins vegar að gengi krónunnar lækkar þegar útflutningsfyrirtækin greiða niður erlend lán.“ Þetta skrifar Lilja Mósesdóttir, alþingismaður og formaður Samstöðu, á facebooksíðu sína.

„Lægra gengi krónunnar hækkar vöruverð og þar með verðtryggingu lána. Sífellt erfiðara verður fyrir heimilin að standa í skilum. Við komumst ekki út úr þessum vítahring nema leggja á útflutningsskatt og nota hann til að lækka tryggingagjaldið (auka atvinnu) og greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. „Norræna velferðarstjórnin“ hlustar á AGS og gerir ekkert sem dregur úr líkum á því að erlendu kröfuhafarnir fái sitt,“ skrifar Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert