Undirbúningshópur fyrir mögulegt forsetaframboð Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, lét gera skoðanakönnun um stöðu hennar og fylgi.
Sjálf hefur Kristín ekki gefið það upp hvort hún muni bjóða sig fram en niðurstöður könnunarinnar munu liggja fyrir eftir helgi.
Rúna Hauksdóttir lyfjafræðingur, einn aðstandenda hópsins, segir í Morgunblaðinu í dag, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort niðurstöður könnunarinnar verði birtar. Rúna segir hópinn á bak við Kristínu mjög breiðan og komi jafnt úr atvinnulífinu sem fræðasamfélaginu.