Stuðningsmenn Þóru safna undirskriftum

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi á fundi í Hafnarborg.
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi á fundi í Hafnarborg. mbl.is/Ómar

Í morgun hófu stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur söfnun meðmælenda um allt land vegna forsetaframboðs hennar. Um það bil 320 manns taka þátt í söfnuninni, 100 á höfuðborgarsvæðinu og 220 út um land. 

Aðalkosningaskrifstofa framboðsins verður í gömlu Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg 47, segir í tilkynningu.

Skipulögð söfnun meðmælenda verður á að minnsta kosti 51 stað á landinu í dag og stuðningsmenn Þóru fara um flest sveitarfélög. Þeir verða við verslanir, á bensínstöðvum, á bryggjunni – hvar sem fólk kemur saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert