Þóra komin með lágmarksfjölda

Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands
Þóra Arnórsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands Ómar Óskarsson

Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, fréttamanni á Ríkisútvarpinu, sem hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands söfnuðu í dag meðmælum henni til handa. Ríflegur lágmarksfjöldi úr öllum fjórðungum hefur þegar ritað meðmæli sín á þar til gerð eyðublöð og er heildarfjöldinn ríflega tvö þúsund undirskriftir sem er rúmlega fimm hundruð undirskriftir umfram lögbundið lágmark.

Meira en þrjú hundruð stuðningsmenn Þóru hófu söfnun meðmælenda í morgun. Í tilkynningu segir að áfram verði tekið á móti þeim sem vilja mæla með framboði hennar yfir páskahelgina. Þá verður meðmælunum safnað saman, þau yfirfarin og flokkuð nákvæmlega og óskað eftir vottorðum yfirkjörstjórna. Um leið og þau eru fengin verður meðmælunum skilað til innanríkisráðuneytisins, ásamt samþykki Þóru Arnórsdóttur forsetaefnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert