Herjólfi verður siglt til og frá Landeyjahöfn á morgun, annan dag páska, og eru því nokkrar breytingar á bókunum. Aðstæður í Landeyjahöfn eru góðar utan þess að enn er unnið við dýpkun í og við höfnina. Sökum þess er siglt eftir sjávarföllum.
Þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar kl. 08:00 færast í 08:00 ferðina til Landeyjahafnar. Þeir farþegar sem áttu bókað í ferð 11:45 frá Þorlákshöfn geta valið milli 8:45 og 18:15 ferðanna frá Landeyjahöfn.
Farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar kl. 15:30 færast í 17:00 ferðina til Landeyjahafnar. Og þeir farþegar sem áttu bókað í ferð 19:15 frá Þorlákshöfn færast í 20:45 ferðina frá Landeyjahöfn.
Rekstraraðilar Herjólfs óska eftir skilningi farþega sinna á þessum aðstæðum í ljósi þeirrar enn er unnið að dýpkun í Landeyjahöfn.
Þá er minnst á að aðstæður geti breyst og eru farþegar hvattir til að fygjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.