Töluverð skjálftavirkni í morgun

Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í morgun.
Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í morgun. Mynd/Veðurstofa Íslands

Um tíu jarðskjálftar hafa mælst í morgun 2-8 km NA af Kistufelli, við Vatnajökul. Stærsti skjálftinn mældist 2,7 stig en aðrir voru á bilinu 1-2,2 stig.

Þá mældust einnig nokkrir skjálftar seint í gærkvöldi við Kverkfjöll, enginn þó stærri en 2,2 stig.

Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert