Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli

Hinn glaðbeitti Einar Magnús Einarsson slær á létta strengi í …
Hinn glaðbeitti Einar Magnús Einarsson slær á létta strengi í veðurfréttum kvöldsins. Af vef RÚV

Í veðurfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld kom upp nokkuð sérstakt atvik þar sem veðurfréttamaðurinn, Einar Magnús Einarsson, fipast í miðjum fréttatíma, afsakið hlé merki kemur á skjáinn áður en veðurfréttatíminn, í heild, er sýndur aftur en þá án þess að Einar fipist. Fjölmargir hafa deilt veðurfréttatímanum á Facebook en hann má sjá í heild á vef RÚV.

Veðurfréttatími kvöldsins var eins og oft áður tekinn upp fyrirfram. Svo virðist því sem í loftið hafi farið öll upptakan, en ekki sá kafli þar sem Einar Magnús flytur veðurfréttirnar í heild.

Aðdragandinn er sá að Einar er að segja frá því að slæmt ferðaveður verði á landinu. Svo kemur hik á hann og hann stoppar, veifar hendinni að hermanna sið og brosir. Fréttatíminn er svo í kjölfarið sýndur í heild.

Ekki náðist í Einar Magnús við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert