Gátu flogið þrjár ferðir vestur

Flugfélag Íslands komst þrjár ferðir til Ísafjarðar í dag.
Flugfélag Íslands komst þrjár ferðir til Ísafjarðar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Flugfélagi Íslands tókst að fljúga þrjár ferðir til Ísafjarðar í dag og flytja þaðan 150 farþega. Áætlað var að fljúga þangað sjö ferðir og flytja um 300 farþega alls.

Ingi Þór Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands, sagði að þétt snjókoma hefði hamlað flugi til Ísafjarðar mestan hluta dagsins. Hann taldi að fullreynt væri með frekara flug vestur í kvöld.

Ætlunin er að fara aukaferðir til Ísafjarðar á morgun. Þar bíður enn um 150 farþegar sem ætluðu að fljúga suður eftir rokkhátíðina „Aldrei fór ég suður“.

Flugfélagið þurfti einnig að halda uppi þéttri áætlun til Akureyrar og Egilsstaða í dag og voru margir á ferðinni vegna páskafrísins. Ingi Þór sagði að um 1.500 farþegar hafi flogið með vélum félagsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert