Getum ekki beðið eftir ESB

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

Skipt­ar skoðanir eru um það inn­an þing­flokks VG hversu langt aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB eigi að vera komn­ar fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar. Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra ít­rek­ar þá skoðun sína að ljúka eigi viðræðunum fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Ekki sé hægt að bíða eft­ir því að ný sjáv­ar­út­vegs­stefna ESB líti dags­ins ljós, lík­lega árið 2014, eins og Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands í aðild­ar­viðræðunum, tel­ur nú.

„Þótt Evr­ópu­sam­bandið seg­ist ætla að smíða nýja sjáv­ar­út­vegs­stefnu á næstu miss­er­um þá er ekk­ert gefið í þeim efn­um. Ef til vill tek­ur þessi smíði miklu lengri tíma og ófært er fyr­ir okk­ur að bíða í óviss­unni. Þetta er framtíðar­músik sem sér ekki fyr­ir end­ann á hver niðurstaðan verður,“ seg­ir Ögmund­ur en sem kunn­ugt er hef­ur Árni Þór Sig­urðsson, flokks­bróðir Ögmund­ar og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, staðfest að mak­ríl­deil­an verði hugs­an­lega til taf­ar þegar aðild­ar­viðræðurn­ar eru ann­ars veg­ar.

Íslend­ing­ar stjórni dag­setn­ing­un­um

„Við eig­um ekki að láta reka á reiðanum. Viðfangs­efn­in eru aug­ljós, aðkoma okk­ar að deili­stofn­um, fjár­fest­ing­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og fleira. Við eig­um að setja dag­setn­ing­ar niður sjálf og segja okk­ar samn­inga­fólki fyr­ir um hvaða tíma­mörk við setj­um okk­ur til að fá niður­stöður í þau mál sem aug­ljós­lega er ágren­ing­ur um.

Sum­ir vilja gera þetta flókið og óyf­ir­stíg­an­legt en svo þarf ekki að vera. Ef við tök­um ekki af­drátt­ar­lausa af­stöðu varðandi tíma­mörk mun Evr­ópu­sam­bandið stýra samn­inga­ferl­inu inn í dag­setn­ing­ar sem það tel­ur sér hag­stæðar. Í ljósi skoðanakann­ana vill sam­bandið aug­ljós­lega draga viðræður á lang­inn,“ seg­ir Ögmund­ur og bend­ir á að það séu ekki hags­mun­ir Íslands að viðræður, sem sum­ir töldu að myndu taka inn­an við ár frá því viðræðurn­ar hóf­ust í júlí 2010, drag­ist enn á lang­inn. 

Meðal þeirra var Bald­ur Þór­halls­son, Jean Monn­et-pró­fess­or í Evr­ópu­fræðum við Há­skóla Íslands, sem skrifaði meðal ann­ars 23. apríl 2009: „Hægt er að hefja und­ir­bún­ing að upp­töku evru sam­hliða samn­ingaviðræðum um aðild að ESB. Eng­inn ann­ar kost­ur stend­ur til boða varðandi gjald­miðlaskipti. Það hef­ur margoft komið skýrt fram í máli for­ystu­manna ESB. Þeir eru hins veg­ar til­bún­ir að semja við okk­ur um inn­göngu á 9 til 12 mánuðum. Það þýðir að hægt er að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­samn­ing á næsta ári. Þá get­ur hver og einn metið kosti og galla ESB aðild­ar,“ skrifaði Bald­ur á vef Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ekki hags­mun­ir Íslands

Ögmund­ur seg­ir ís­lenskt sam­fé­lag klofið vegna um­sókn­ar­inn­ar.

„Við hljót­um hins veg­ar að horfa til þess að það eru ekki okk­ar hags­mun­ir að standa í þessu viðræðuþjarki árum sam­an. Þjarkið skipt­ir þjóðinni í stríðandi fylk­ing­ar og er því slít­andi fyr­ir sam­fé­lagið og gríðarlega kostnaðarsamt.

Þannig að hvernig sem á málið er litið þurf­um við að fá niður­stöður sem fyrst svo við get­um af­greitt þetta mál út af borðinu. Það eru hags­mun­ir Íslands að fá lykt­ir í viðræðurn­ar með efn­is­leg­um niður­stöðum hið allra fyrsta," seg­ir Ögmund­ur sem hafn­ar þeim mögu­leika að Ísland bíði til árs­ins 2014 þegar ný sjáv­ar­út­vegs­stefna liggi hugs­an­lega fyr­ir. „Það tel ég al­veg frá­leitt,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert