Herjólfir siglir í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. Morgunblaðið/GSH

Herjólfur fer þrjár ferðir í Landeyjahöfn á morgun, þriðjudaginn 10. apríl. Aðstæður þar eru góðar en enn er unnið að dýpkun. Af þeim sökum er nauðsynlegt að notast við siglingar eftir sjávarföllum og sigla á og við háflóð.

Í tilkynningu frá Eimskip er birt þessi tafla um ferðir morgundagsins:

Brottför

 

 

 

Frá Vestmannaeyjum

08:00

18:00

20:30

Frá Landeyjahöfn

09:30

19:00

21:30

„Þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar kl. 08:00 færast í 08:00 ferðina til Landeyjahafnar

Þeir farþegar sem áttu bókað í ferð 11:45 frá Þorlákshöfn færast í 09:30 ferðina frá Landeyjahöfn.

Þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar kl. 15:30 færast í 18:00 ferðina til Landeyjahafnar

Þeir farþegar sem áttu bókað í ferð 19:15 frá Þorlákshöfn færast í 19:00 ferðina frá Landeyjahöfn.

Rútuferðir Hópbíla.

Frá BSÍ kl 07:00 og 15 mín síðar frá Mjódd. Bíllinn verður í Landeyjahöfn kl. 9:15. Frá Mjódd kl. 16:30. Bíllinn verður í Landeyjahöfn kl. 18:35.

Við óskum eftir skilningi farþega okkar á þessum aðstæðum í ljósi þeirrar enn er unnið að dýpkun í Landeyjahöfn.  

Aðstæður geta breyst og við þeim munum við bregðast og senda þar að lútandi tilkynningar á ofangreinda staði um leið og e-r breytingar verða ákveðnar.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.

Nánari upplýsingar í síma 481-2800.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert