Reykti um borð í flugvél

Konan var farþegi í flugvél Icelandair og reykti á salerni …
Konan var farþegi í flugvél Icelandair og reykti á salerni flugvélarinnar. mbl.is/Ernir

Farþegi um borð í flug­vél Icelanda­ir var staðinn að reyk­ing­um á sal­erni flug­vél­ar­inn­ar á föstu­dag­inn langa. Óskað var eft­ir aðstoð lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um vegna máls­ins.

Lög­regla var mætt á staðinn þegar flug­vél­in lenti. Farþeg­inn reynd­ist vera rúm­lega fer­tug er­lend kona. Hún var færð til varðstofu Flug­stöðvar­deild­ar til nán­ari upp­lýs­inga­töku.

Hún kvaðst hafa reykt inni á sal­erni flug­vél­ar­inn­ar þar sem hún hefði verið á svo löngu ferðalagi. Kon­an var frjáls ferða sinna að svo búnu, en málið er í hönd­um lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert