Áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar hefur legið niðri í dag vegna veðurs en fjölmargar flugferðir voru fyrirhugaðar. Mikill fjöldi fólks var samankominn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin var á Ísafirði.
Næst verður athugað með flug klukkan 13 og er farþegum bent á að fylgjast með flugáætlun á vefsíðu Flugfélags Íslands.
Engin röskun er á flugi til Akureyrar og Egilsstaða.