Erfitt að stoppa ofsaaksturinn

00:00
00:00

Erfitt verður að stöðva ofsa­akst­ur við Granda­torg og Ánanaust nema að gripið verði til sam­ræmdra aðgerða. Þetta seg­ir Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðal­varðstjóri Um­ferðardeild­ar lög­regl­unn­ar. Til greina komi að setja upp eft­ir­lits­mynda­vél­ar og fjölga hraðahindr­un­um en fjár­mögn­un kæmi þá í hlut borg­ar­inn­ar.

Mynd­skeið sem sýn­ir akst­urslag ökuþóra við Granda­torg hef­ur vakið mikla eft­ir­tekt en það var sett inn á vef mbl um helg­ina og var tekið upp af íbúa í ná­grenn­inu. Þar sjást öku­menn leika ýms­ar kúnst­ir sem ættu ein­göngu að sjást á kapp­akst­urs­braut­um. Íbúar í ná­grenni við torgið hafa kvartað yfir aðgerðal­eysi lög­regl­unn­ar og borg­ar­yf­ir­valda en ástandið hef­ur verið viðvar­andi í mörg ár, það leiddi þó til upp­setn­ing­ar á hraðahindr­un­um við Fiskislóð snemma árs 2009 sem dró að sögn Guðbrands úr vanda­mál­inu. En fram að því höfðu öku­menn á svæðinu verið tekn­ir á 130 km hraða á klst. Þar sem há­marks­hraðinn er 50 km á klst. 

Guðbrand­ur seg­ir lög­regl­una alla af vilja gerða til að taka á vanda­mál­inu en málið sé þó tölu­vert flókið. Öku­menn­irn­ir séu vel skipu­lagðir og láti vita ef lög­regl­an sé að nálg­ast bæði með SMS send­ing­um og í gegn um tal­stöðvar sem geri lög­regl­unni erfitt fyr­ir í að ná þeim. Hann seg­ir málið mikið hafa verið rætt við bæði Reykja­vík­ur­borg, Faxa­flóa­hafn­ir og þau fyr­ir­tæki sem starfi á svæðinu. Búið sé að kæra fjölda öku­manna fyr­ir of hraðan og glæfra­leg­an akst­ur en það virðist ekki duga til. 

Hann seg­ir að vel mætti skoða að setja upp ör­ygg­is­mynda­vél­ar og fjölga hraðahindr­un­um t.d. við Ánanaust en það kæmi þá í hlut Reykja­vík­ur­borg­ar að fjár­magna slík­ar aðgerðir. Þá seg­ir Guðbrand­ur lög­regl­una skorta úrræði til að taka á því hátta­lagi sem sést á mynd­skeiðinu. Til að mynda seg­ir hann laga­heim­ild­ir til að taka á því sem kallað er að „slæda“ á hring­torg­um ekki vera al­veg skýr­ar. Hann von­ast þó til að það skýrist í nýj­um um­ferðarlög­um sem liggi fyr­ir hjá Alþingi. Þar til að niðurstaða fæst á milli þeirra aðila sem eiga hlut að máli er því ekki út­lit fyr­ir að hægt verði að koma í veg fyr­ir ofsa­akst­ur­inn.

Ekki náðist í sam­göngu­stjóra Reykj­vík­ur­borg­ar vegna vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert